Myeloma Patients Europe (MPE, eitilkrabbameinssjúklingar í Evrópu) hefur fengið fjölda fyrirspurna frá félögum, eitilkrabbameinssjúklingum og mýlildissjúklingum um áhrifin sem COVID-19 (kórónaveiran) mun hafa á meðferð og umönnun þeirra.
Til að svara þessum spurningum og til að átta sig á áhrifunum í hinum mismunandi löndum Evrópu hefur MPE rætt við sérfræðinga og farið yfir leiðbeiningar landanna um meðferð. Hér að aftan eru spurningar og svör um hvaða áhrif á meðferð, sjúkrahúsheimsóknir og klínískar rannsóknir þetta geti haft fyrir sjúklingana.
Hafir þú frekari spurningar eða athugasemdir sendu tölvupóst á info@mpeurope.org.
Athugið: það er mjög mikilvægt að sjúklingar tali við lækni sinn, hjúkrunarfræðing eða heilsugæsluteymi sitt til að bera fram sérstakar spurningar um eigin meðferð og umönnun. Sjúklingar ættu að halda áfram að fara í sjúkrahúsheimsóknir og fá meðferð sína eins og venjulega nema læknir, hjúkrunarfræðingur eða heilsugæsluteymi leiðbeini þeim um annað.
SPURNINGAR UM MEÐFERÐ
Hefur COVID-19-faraldurinn áhrif á meðferð fyrir sjúklinga með eitilkrabbamein og mýlildi?
Sjúklingar með eitilkrabbamein og mýlildi ættu að vera undirbúnir undir breytingar á meðferð þeirra meðan á COVID-19-faraldrinum stendur.
Sjúklingarnir eru í meiri áhættuhópi gagnvart COVID-19 vegna þess að eitilkrabbamein og mýlildi, svo og meðferð þeirra, dregur úr getu ónæmiskerfisins til að verjast smiti. Af þessari ástæðu er sjúklingum með eitilkrabbamein og mýlildi ráðlagt að halda sig heima til að minnka hættuna á að fá COVID-19.
Læknar reyna að finna jafnvægi milli kosta og lasta þess að sjúklingar komi inn á göngudeildir til að fá meðferð sína. Þeir leitast við að meta, í samráði við sjúklinga, hvort hægt sé að gera breytingar á meðferðinni til að fækka heimsóknum á sjúkrahús.
Sjúklingar ættu að hafa samband við lækni sinn, hjúkrunarfræðing eða heilsugæsluteymi um hvort meðferð þeirra verði fyrir áhrifum á þessum tímum.
Hvaða áhrif geta orðið á meðferð sjúklinga með eitilkrabbamein og mýlildi?
Ráðleggingar sem sjúklingar fá um breytingar á meðferð þeirra eru breytilegar eftir aðstæðum hvers og eins. Ráðgjöfin getur einnig tekið mið af aðstæðum í hverju landi fyrir sig, svo sem fjölda COVID-19-sjúklinga, afkastagetu bráðamóttökudeilda, hvaða mismunandi meðferðarúrræði eru tiltæk og leiðbeiningum yfirvalda.
Meðferð sumra sjúklinga heldur áfram eins og venjulega. En aðrir sjúklingar gætu fengið ráðleggingar um breytingar á meðferð þeirra svo sem:
- Að draga úr tíðni lyfjagjafa þar sem þetta er stutt af gögnum (þ.e.a.s. að fá meðferð sjaldnar).
- Að skipta yfir í meðferð sem felst í lyfjatöku um munn (t.d. töflur sem þeir taka heima hjá sér).
- Að fá meðferð með innsprautunum undir húð heima hjá þeim þar sem þar sem heilbrigðiskerfið getur sinnt þessu.
- Að fresta meðferð svo sem samgena stofnfrumuígræðslu fram í tímann þegar það er viðeigandi frá klínísku sjónarmiði.
- Að breyta þáttöku í klínísk rannsókn eða hætta við hana.
- Að draga úr skammtinum í tilteknum meðferðum (þ.e.a.s. minnka magn stera til að koma í veg fyrir frekari bælingu á ónæmiskerfinu).
- Að stöðva meðferð alveg þar sem það er viðeigandi frá klínísku sjónarmiði.
Allar breytingar á meðferð þarf að gera í samráði milli sjúklingsins, læknis hans og heilsugæsluteymis. Ákvarðanir skulu byggðar á klínískum niðurstöðum og mati.
Sjúklingar ættu að tala beint við lækni sinn, hjúkrunarfræðing eða heilsugæsluteymi ef þeir eru með einhverjar spurningar eða áhyggjur um breytingar á meðferð þeirra á þessum tímum.
Hvaða áhrif hefur COVID-19-faraldurinn á samgena stofnfrumuígræðslu?
Meðan á COVID-19-faraldrinum stendur getur þurft að fresta fyrirhugaðri samgena stofnfrumuígræðslu til hentugri tíma.
Háskammtameðferð (venjulega háir skammtar af melfalani) og stofnfrumuígræðslan sjálf valda bælingu á ónæmiskerfinu og gætu hugsanlega gert sjúklinga með eitilkrabbamein og mýlildi síður færa um að hamla gegn sýkingum eins og COVID-19. Sjúklingar sem fara í stofnfrumuígræðslu þurfa einnig að heimsækja sjúkrahús vegna eftirlits og eykur það enn á smiti á COVID-19 gegnum félagsleg samskipti.
Aðeins sjúklingurinn og læknir hans tekið ákvörðun um hvort framkvæma eigi stofnfrumuígræðslu á þessum tíma. Ákvörðunin mun sennilega byggja á nokkrum þáttum, til dæmis:
- hættunni á að eitilkrabbameinið þróist frekar ef sjúklingurinn fær ekki stofnfrumuígræðslu.
- getu sjúkrahússins til að einangra sjúklinga sem fá stofnfrumuígræðslu á skilvirkan hátt.
- getu gjörgæsludeildar sjúkrahússins.
- álaginu sem COVID-19 skapar á svæðinu eða í landinu þar sem sjúkrahúsið er staðsett.
Eins og á við um allar ákvarðanir um meðferð á meðan COVID-19-faraldurinn varir þarf að gæta að jafnvæginu á milli kosta og galla fyrir sjúkling sem fær stofnfrumuígræðslu. Í flestum Evrópuríkjum er stofnfrumuígræðsla aðeins framkvæmd þegar hún er talin besta og hentugasta aðgerðin fyrir sjúklinginn.
Ef sjúklingar eru með einhverjar sérstakar spurningar eða áhyggjur um stofnfrumuígræðslu sína ættu þeir að hafa samband við lækni sinn, hjúkrunarfræðing eða heilsugæsluteymi.
Ef stofnfrumuígræðslu er frestað hvaða meðferð fá sjúklingar í staðinn?
Ef stofnfrumuígræðslu er frestað hjá sjúklingi sem er með eitilkrabbamein eða mýlildi ræðir læknirinn við hann um annars konar meðferðir sem til greina koma. Í flestum tilfellum fjölgar læknirinn inndælingarmeðferðum sem sjúklingurinn fær fyrir stofnfrumuígræðsluna.
Inndælingarmeðferð felst í samsetningu á meðferðum og er einn þátturinn lyfjameðferð, nýtt efni og steri. Meðferðin er sett saman til að koma eitilkrabbameini sjúklingsins í djúpt bataástand fyrir stofnfrumuígræðsluna.
Við venjulega ígræðslu fá sjúklingarnir tiltekinn fjölda af örvunarmeðferðum og fara síðan í stofnfrumuígræðslu. En vegna ástandsins af völdum COVID19-faraldursins gætu læknarnir ákveðið að fjölga meðferðarferlunum. Tilgangurinn með þessu er að viðhalda viðbragði sjúklingsins við örvunarmeðferðinni og þannig er hægt að fresta stofnfrumuígræðslunni til síðari tíma. Á sumum sjúkrahúsum gætu læknarnir viðhaldið sama fjölda af örvunarmeðferðum eins og vanalega en lækkað síðan meðferðarskammtinn – annað hvort með sömu samsetningu af tveimur til þremur lyfjum eða notast við meðferð með lenalídómíði.
Með þeirri meðferð sem eitilkrabbameinssjúklingar fá geta þeir náð mög djúpri svörun við örvunarmeðferð þannig að unnt er að fresta ígræðslu á öruggan hátt. Vísindalegar niðurstöður leiða einnig í ljós að engin neikvæð áhrif verða á ástandi sjúklinga þó ígræðslunni sé frestað.
En hvað gerist ef sjúklingurinn nær ekki góðri svörun við örvunarmeðferðinni?
Eins og á við um aðrar meðferðir gegn eitilkrabbameini fylgjast læknarnir sífellt með viðbrögðum sjúklingsins við örvunarmeðferð og gera lagfæringar á meðferðinni ef sjúklingurinn bregst ekki vel við. Þetta gæti falist í meðal annars að skipta yfir í aðra meðferðaráætlun eða bæta við meðferðarferlum.
Hvaða áhrif getur orðið á meðferð með lyfjum gefnum í æð eða undir húð meðan á COVID-19-faraldrinum stendur?
Meðan á núverandi COVID-19-faraldri stendur fara læknar yfir meðferð sjúklinga í hverju tilviki fyrir sig. Þessi endurskoðun þyrfti að fara fram í samráði við sjúklinginn og felur meðal annars í sér mat á hvort nauðsynlegt sé að þeir mæti áfram á sjúkrahúsið til að fá lyfjagjöf undir húð eða í æð, þar sem það á við.
Ef sjúklingurinn fær nú þegar lyfjagjöf undir húð eða í æð hún virkar vel fyrir hann, eða ef þetta er eini tiltæki kosturinn þá halda þeir áfram að fá meðferðina og verða beðnir um að mæta á sjúkrahús eins og venjulega.
Við sumar aðstæður, getur það verið hentugur kostur að breyta lyfjaskammtinum eða aðferðinni við lyfjagjöfina. Þetta verður byggt á klínískum gögnum og nauðsynlegt er að útskýra þetta nákvæmlega fyrir sjúklingnum.
Dæmi sem MPE veit um á evrópskum sjúkrahúsum eru m.a.:
- að draga úr meðferð með carfilzomib niður í eitt skipti á viku í stað tvisvar í viku og er það byggt á klínískum rannsóknum.
- Innleiða meðferðaráætlanir um lyfjagjöf með bortezomib (Velcade®) á heimili sjúklings, þar sem það telst öruggt, framkvæmanlegt og viðeigandi.
- Draga úr tíðni inndælinga með daratumumab, með tilliti til helmingunartíma meðferðarinnar.
- Nota prótínkljúfalatann ixazomib (Ninlaro®) um munn í stað inngjafar undir húð eða í æð með prótínkljúfalötum (svo sem bortezomib og carfilzomib).
Eftir því hvernig sjúklingurinn bregst við gæti einnig verið viðeigandi að stöðva meðferðina ef djúp og varanleg viðbrögð hafa nást.
Mikilvægt er að allar breytingar á meðferðinni séu gerðar í samráði við sjúklinginn. Ef sjúklingar eru með einhverjar sérstakar spurningar ættu þeir að hafa samband við lækni sinn, hjúkrunarfræðing eða heilsugæsluteymi. Sjúklingar ættu að halda áfram að fara á sjúkrahús og fá meðferð sína eins og venjulega nema læknir, hjúkrunarfræðingur eða heilsugæsluteymi leiðbeini þeim um annað.
Hvað ef sjúklingur er í þann veginn að hefja nýja meðferð sem felst í lyfjagjöf í æð eða undir húð?
Ef sjúklingur er í þann veginn að hefja nýja meðferð sem felst í lyfjagjöf í æð eða undir húð er sennilegt að krabbameins – eða mýlildislæknir hans meti hvort þetta sé viðeigandi meðferð fyrir sjúkling meðan á COVID-19-faraldrinum stendur.
Margir sjúklingar halda áfram í meðferð sinni eins og áætlað var ef þetta er talinn besti kosturinn.
Þó getur þurft að setja suma sjúklinga á annars konar meðferð með lyfjagjöf um munn þegar þeir geta tekið lyfið heima hjá sér. Tiltækur er fjöldi öruggra, áhrifaríkra lyfja um munn sem eru í algengri notkun gegn eitilkrabbameini og mýlildi svo sem pómalídómíð (Imnovid®), lenalídómíð (Revlimid®) og ixazomib (Ninlaro®).
Hvað ef valkostir með meðferð um munn eru ekki tiltækir í mínu landi?
Sum lyf og notkun þeirra eru háð fjármagni heilsugæslugkerfa hinna ýmsu landa.
Í sumum löndum, t.d. Spáni, er ixazomib, prótínkljúfalati um munn ekki fjármagnaður af heilsugæslukerfi fyrir sjúklinga.
Þessar takmarkanir gætu gert sjúklingum og læknum þeirra erfitt fyrir að fá aðgang að tilteknum meðferðarúrræðum um munn eins og er.
Mörg landsbundin heilsugæslukerfi, endurgreiðslustofnanir og læknar vinna að því að finna lausnir á vandamálum varðandi aðgang að lyfjum á þessum einstöku tímum. Fylgist með leiðbeiningum sem gefnar eru út og talið við lækni þinn ef þú ert með einhverjar sérstakar spurningar eða áhyggjur.
MPE vinnur einnig að því með lyfjafyrirtækjum, læknum og félögum okkar í einstökum löndum að gera okkur grein fyrir ástandinu um alla Evrópu og greina og ræða lausnir til að takast á við þessi vandamál.
Hvaða áhrif geta orðið á sterameðferð minni á þessum tíma?
Sterarnir dexametasón og prednisólon eru með ónæmisbælandi virkni og draga úr getu ónæmiskerfisins við að verjast sýkingum. Þetta gæti dregið enn meira úr getu eitilkrabbameins- og mýlildissjúklinga, sem þegar eru næmir fyrir sýkingum til að verjast COVID-19.
Margir eitilkrabbameins- og mýlildissjúklingar taka nú þegar dexametasón eða prednisólon sem hluta af meðferð sinni, annað hvort ásamt öðrum lyfjum eða í háskammtameðferð. Læknar fara yfir steraskammta sem sjúklingurinn fær sem hluta af meðferð sinni og taka ákvarðanir um hvort það sé viðeigandi að draga úr notkun steranna eða jafnvel hætta henni alveg.
Í Evrópu er breyting á steraskammti nokkuð sem er framkvæmt oft í evrópskri, klínískri meðferð með tilliti til áhrifanna sem sterarnir geta haft á lífsgæði sjúklingsins (t.d. geðsveiflur, svefnleysi). Reynslan sem læknar hafa aflað sér um þessa meðferð verður þeim til leiðbeiningar við að taka ákvarðanir í samráði við sjúklingana.
Hvað getur haft áhrif á bisfosfónat-meðferð mína meðan COVID-19-faraldurinn stendur yfir?
Margir eitilkrabbameinssjúklingar fá meðferð með bisfosfónötum (t.d. beinastyrkjandi lyfjum) gegn eitilkrabbameini í beinum. Bisfosfónatið zóledrónsýra sem gefið er í æð er staðalmeðferð með bisfosfónati í mörgum Evrópulöndum – einkum hjá nýlega greindum sjúklingum. Á sumum sjúkrahúsum kann bisfosfónatið pamídrónat að vera gefið í æð.
Sjúklingar sem þurfa meðferð með bisfosfónati gætu átt kost á bisfosfónatlyfinu natríumklódrónati um munn sem valkost við bisfosfónöt í æð á þessum tíma. Læknirinn gæti einnig minnkað skammtatíðni bisfosfónatsins í æð, til dæmis mætti gefa zóledrónsýru einu sinni á þriggja mánaða fresti.
Þar sem sjúklingar eru þegar í meðferð með zóledrónsýru og hafa verið það í langan tíma kann að vera unnt að stöðva meðferðina meðan COVID-19-faldurinn er í gangi þar sem höfð er stjórn á beinsjúkdómi þeirra.
HEIMSÓKNIR Á SJÚKRAHÚS
Hvaða áhrif hefur COVID-19-faraldurinn á heimsóknir á göngudeildir sjúkrahúsa?
Margar meðferðardeildir fyrir eitilkrabbamein og mýlildi í Evrópu eru að fara yfir sjúklinga sína í hverju tilviki fyrir sig og meta hvort áætlanir um heimsóknir á göngudeildir (t.d. eftirlit með sjúkdómnum, blóðprufur og meðferð) séu nauðsynlegar.
Á flestum sjúkrahúsum hefur læknir, hjúkrunarfræðingur eða aðili í heilsugæsluteyminu samband við sjúklingana til að setja saman áætlun fyrir meðferð þeirra og umönnun á þessum tímum.
Fyrir sjúklinga með kraumandi eitilkrabbamein með litla áhættu og einklóna gammagalla með óvissa merkingu (MGUS) er sennilegt að næstu viðtöl verði færð aftur til síðari tíma þegar reglur um félagslega fjarlægð hafa verið linaðar. Þetta gæti einnig átt við þegar sjúklingur hefur sýnt batamerki (t.d. stöðugan sjúkdóm) í langan tíma og finnur ekki til neinna einkenna.
Það getur verið óhjákvæmilegt að sjúklingar mæti á sjúkrahús en heilsugæsluteymi vinna að því hörðum höndum að minnka þörfina á að mæta á sjúkrahúsið eftir því sem hægt er. Mörg sjúkrahús eru að fikra sig í áttina til fjarlækninga þar sem mætingar og umfjöllun um niðurstöður af blóðprufum eiga sér stað í síma eða í myndsímtali, þar sem við á. Lyfseðilsskyld lyf við eitilkrabbameini og mýlildi mætti einnig senda í pósti til sjúklinga til að spara þeim ferðina á sjúkrahúsapótekið til að sækja þá. Í sumum tilfellum gætu umönnunaraðilar fengið leyfi til að sækja lyf á sjúkrahúsapótek til að sjúklingarnir þurfi ekki að koma á sjúkrahúsið.
Sjúklingar ættu að ræða við heilsugæsluteymi sitt til að gera sér fyllilega grein fyrir hvaða áhrif gætu orðið á sjúkrahúsheimsóknir þeirra.
KLÍNÍSKAR RANNSÓKNIR
Hvaða áhrif geta orðið á klínískum rannsóknum á þessum tíma?
I klínískum rannsóknum þurfa sjúklingar að mæta oft á sjúkrahúsið fyrir meðferð, umönnun og eftirlit. Sumar klínískar rannsóknir fela einnig í sér mjög krefjandi meðferð svo sem CAR-T sem kallar á stuðning frá gjörgæsludeildum með tilliti til taugaeiturhrifa (t.d. cýtókínlosunarheilkennis). Af þessum ástæðum getur þáttaka og skráning sjúklinga í klíniskum rannsóknum orðið fyrir áhrifum á komandi mánuðum.
MPE er að vinna að því að gera sér grein fyrir hvaða áhrif geta orðið fyrir klínískar rannsóknir, bæði í lyfjaiðnaðinum og á akademískum grunni meðan á COVID-19-faraldrinum stendur. Enda þótt þetta geti verið breytilegt milli sjúkrahúsa gerum við nú þegar grein fyrir eftirfarandi vandamálum:
- Á mörgum sjúkrahúsum er heildarstefna um að stöðva skráningu nýrra sjúklinga í klínískar rannsóknir á eitilkrabbameini og mýlildi. Læknar eru að fara yfir þáttöku sjúklinga í klínískum rannsóknum sem eru í gangi í hverju tilviki fyrir sig og ræða það við sjúklingana.
- Sumum klínískum rannsóknum hefur verið frestað og ekki er lengur verið að skrá sjúklinga til þátttöku á þessum tíma. Þær opna aftur fyrir þáttöku síðar. Mörgum klínískum rannsóknum í CAR-T og fasa I (t.d. þar sem meðferðin er tilraunakennd og þarfnast ítarlegs eftirlits hefur verið frestað hjá sumum sjúkrahúsum.
- Aðrar klínískar rannsóknir kunna að hafa endurskoðað reglur sínar til að aðlagast að fjölda heimsókna sjúklinga á sjúkrahús. Þetta er einkum mögulegt þar sem rannsóknin felur í sér margreynda meðferð við eitilkrabbameini eða mýlildi þar sem læknar þurfa ekki að hafa eftirlit með öryggi á sama hátt og við tilraunakenndari meðferðir.
- Læknar og skipuleggjendur rannsókna eru að ræða saman um hvernig væri betur hægt að koma fyrir eftirliti og komum sem tengjast rannsóknum þar sem fjarlægðin er meiri (t.d. í síma).
Ef sjúklingar eru þegar skráðir í klíníska rannsókn og þetta hefur áhrif á meðferð þeirra hefur læknir þeirra samband við þá ræða viðeigandi meðferðarúrræði. Síðan þarf að ræða varðandi annars konar meðferðarkosti þannig að þeir þurfi ekki að koma eins oft inn á sjúkrahús eða geta fengið meðferð sína heima hjá sér.
Þar sem klínísk rannsókn er eini tiltæki valkosturinn fyrir sjúkling leitast læknar og rannsóknaraðilar við að tryggja að sjúklingarnir haldi áfram að fá meðfer og að taka þátt í klínísku rannsókninni. MPE gerir sér einnig grein fyrir samúðarnotkunaráætlunum þar sem ný lyf gegn eitilkrabbameini eru notuð í sumum löndum til að hjálpa sjúklingum að fá meðferð utan vébanda klínískrar rannsóknar.
VIÐURKENNING
Myeloma Patients Europe vill gjarna þakka þeim læknum sem veittu liðveislu um COVID-19-ástandið og áhrif þess á eitilkrabbameins- og mýlildissjúklinga.
Bestu þakkir fyrir mikilvægt tillag:
- Prof Dr Heinz Ludwig, prófessor í lyflækningum og blóðkrabbameinsfræðum og formaður Wilhelminen krabbameinsrannsóknastöðvarinnar við lyflækningadeild I, Miðstöð fyrir krabbamein og blóðfræði, Wilhelminenspital, Vínarborg, Austurríki.
- Dr Anna Sureda, forstjóri blóðfræðirannsókna við krabbameinsrannsóknastofnun Katalóníu, Barcelona, Spáni
- Prof Dr Mohamad Mohty, prófessor í blóðfræði og forstjóri blóðfræði- og frumumeðferðardeildar við Saint-Antoine Hospital við Pierre & Marie Curie-háskólann, Paris, Frakklandi.
- Dr Michel Delforge, prófessor í lyflækningum við blóðfræðideild kaþólska háskólans í Leuven, Belgíu.
- Dr Charlotte Pawlyn, Krabbameinsrannsóknastofnuninni, London, Bretlandi.
- Prof Dr Hermann Einsele, prófessor í lyflækningum og fyrrrv. forstjóri lyflækningadeildar II við háskólann í Würzburg, Þýskalandi.
Þýtt af Ibidem Group